Um leiðangurinn – About this survey

Þetta er leiðangur Hafrannsóknastofnunar númer B9-2017. Markmiðið er að kortleggja búsvæði tveggja svæða vestur af landinu, á landgrunninu og í kantinum. Fyrra svæðið er um 5900 km2 að stærð og er staðsett 85 sjm vestur af Reykjanesi. Á svæðinu er fjölbreytt botnlag, meðal annars silla sem rís ofar en botnlagið í kring. Eins er þarna brattur landgrunnskantur og rásir sem liggja niður kantinn.  Ýmsar upplýsingar benda til að kóral sé að finna í þessum kanti.

This is survey B9-2017 from the Marine and Freshwater Research Institute.  The objective of this survey is to map benthic habitats on two areas on the Icelandic shelf and shelf break.  The first area covers approximately 5900 km2 and it is located 85 Nm west of the Reykjanes Península.  The area has a diverse geomorphology, including a submarine plateau surrounded by deeper shelf valleys, and a steep shelf break.  There is some evidence suggesting the presence of cold-water corals on the shelf break.

West_map

Annað svæðið sem við viljum skoða er út af Vestfjörðum. Það svæði er um 7000 km2 að stærð. Ýmsar heimildir benda til að svampasvæði séu á þessum slóðum. Að auki eru þarna einhver mestu fiskimið við Ísland.

The second area is located off the Westfjords, in the northwestern section of Iceland’s shelf, and covers around 7000 km2.   There are multiple records suggesting the presence of deep-water sponge aggregation in this area.  In addition this area includes some of Iceland’s most important fishing grounds.

WF_map

Auk þessara svæði munum við freista þess að taka nokkrar kafanir á Látragrunni í tengslum við rannsóknir á hrygningarsvæði steinbíts (Anarhichas lupus).

In addition to these areas, we will try to sample some locations on the Látragrunn plateau, as part of a  research project into the spawning areas of the Atlantic wolfish (Anarhichas lupus).

steinbitur_map